Kvikmyndin The Lost City of Z hefur, samkvæmt Indiewire vefsíðunni, verið í undirbúningi í nokkur ár, og ekki alltaf þótt víst hvort að hún yrði yfirleitt að veruleika. Nú berast hinsvegar fréttir af því að Twilight stjarnan Robert Pattinson hafi ráðið sig til að leika í myndinni á móti Star Trek leikaranum Benedict Cumberbatch, sem óneitanlega eykur líkur á því að myndin verði gerð.
Myndin yrði kvikmyndagerð á blaðagrein og síðar bók frá árinu 2009 eftir David Grann, Lost City. Myndin fjallar um fyrrverandi hermann og landkönnuð að nafni Percy Harrison Fawcett (Cumberbatch), sem helgaði síðustu árum ævi sinnar leitinni að hinni dularfullu borg Z í Amazon regnskóginum, en hennar er getið í fornum handritum.
Fawcett ferðaðist margsinnis til svæðisins og þegar enginn vildi lengur leggja honum til fjármagn í leiðangrana, þá notaði hann eigin peninga til að fara í eina lokaferð ásamt syni sínum, og síðan hefur ekkert til þeirra spurst.
Líklega mun Pattinson leika soninn.
Fyrir áhugsasama þá er hér stutt heimildamynd um borgina dularfullu: