Vandræði með Tomb Raider

Ef marka má frétt sem birtist á Dark Horizons var Paramount ekki ánægt með þá útgáfu sem leikstjórinn Simon West færði þeim. Myndin var send aftur í klippingu undir handleiðslu Stuart Bairds, og féll sú útgáfa frekar í kramið. Einnig var hluta af tónlistinni breytt til þess að leggja frekari áherslu á dramatísk atriði.