Þeir sem héldu að botninum hefði verið náð í því að finna eitthvert gamalt og úr sér gengið efni til þess að endurnýta í kvikmynd, höfðu verulega rangt fyrir sér. Það sem nú er í bígerð slær nánast allt annað út. Það á virkilega að búa til kvikmynd eftir teiknimyndaþáttum frá 7. áratugnum sem heita Wonder Twins. Fjölluðu þeir um undratvíburana Zan og Jayna sem höfðu ótrúlega krafta, sem mögnuðust allir upp þegar þeir héldust í hendur og sameinuðu krafta sína til þess að berjast við vonsku heimsins. Warner Bros. kvikmyndaverið stendur á bak við þessa hræðilegu hugmynd. Spurning hvort Freddie Prinze Jr. komi til með að leika aðalhlutverkið?

