Warner varar við uppsögnum

Warner Bros gáfu út tilkynningu í gær sem segir að þeir vara við því að um 1.000 manns gæti verið sagt upp, einkum vegna verkfallsins sem á sér stað vestanhafs um þessar mundir. Talan gæti meira að segja farið yfir 1.000 manns.

„Tilkynningin er gefin út vegna laga í Kaliforníu sem segja til um að starfsmenn viti af yfirvofandi breytingum varðandi störf þeirra. Vegna áframhaldandi verkfalls WGA (Writers Guild of America) þá sjáum við okkur til þess knúna að segja upp starfsfólki, en vonum þó að einhverjir geti komið að opnum dyrum hjá okkur eftir að verkfallinu lýkur.“

Ljóst er að þetta er mikið reiðarslag fyrir Time Warner Inc, móðurfélag Warner Bros, sem berst í bökkum núna vegna verkfallsins.