Náðu í appið
Öllum leyfð

Murder by Death 1976

Fannst ekki á veitum á Íslandi

You are cordially invited to dinner... and a murder!

94 MÍNEnska
Rotten tomatoes einkunn 68% Critics
The Movies database einkunn 62
/100

Milljónamæringurinn Lionel Twin býður fimm snjöllustu einkaspæjurunum í kvöldverð í kastala - og til morðs, þeim Sidney Wang frá Kína, Dick Charleston frá New York, Jessica Marbles frá Englandi, Milo Perrier frá Belgíu og Sam Diamond frá San Francisco. Á móti þeim tekur Jamesir Bemsonmam, blindur yfirþjónn. Klukkan níu á að bera fram matinn. Einkaspæjararnir... Lesa meira

Milljónamæringurinn Lionel Twin býður fimm snjöllustu einkaspæjurunum í kvöldverð í kastala - og til morðs, þeim Sidney Wang frá Kína, Dick Charleston frá New York, Jessica Marbles frá Englandi, Milo Perrier frá Belgíu og Sam Diamond frá San Francisco. Á móti þeim tekur Jamesir Bemsonmam, blindur yfirþjónn. Klukkan níu á að bera fram matinn. Einkaspæjararnir fimm og fylgdarmenn þeirra eru í matsalnum og velta fyrir sér hvað er í gangi. Skyndilega birtist Lionel Twin og segir þeim að á miðnætti muni morð verða framið. Og hann býður þeim milljón dali sem getur leist gátuna. Svo hverfur hann. Ekki löngu síðar byrja vandamálin: yfirþjónninn finnst látinn - og það er ekki enn komið miðnætti. ... minna

Aðalleikarar

Leikstjórn

Handrit


Hér er á ferðinni gömul og góð morðgátumynd. Fimm spæjurum er boðið í matarboð til sérvitrings sem er montinn af sjálfum sér og vill fyrir alla muni sanna sig fyrir spæjurunum. Ég hef reglulega gaman af þessari mynd Murder by Death en húmorinn er kannski ekki fyrir alla, verkar þó á mig. Reyndar leyfir myndin sér ekki að koma með einhverja almennilega miðju. Við fáum bara að berja augum langa byrjun og svo strax á eftir langan endi. Miðjan er engin. Við þetta verður myndin soldið grunn(ekki mikið). En það er samt hægt að dást að myndinni fyrir margt. Hún er soldið dularfull og myrk(allavega miðað við svona mynd)og endirinn kemur á óvart og er allt annað en fyrirsjáanlegur. Það er ekki einn einasti leikari í þessari mynd sem er leiðinlegur, allir eru að meika það en að mínu mati eru samt James Coco og Peter Falk bestir sem átvaglið Milo Perrier og hörkutólið Sam Diamond. Truman Capote leikur sérvitringinn Lionel Twain og lífgar upp á myndina en fær kannski aðeins of lítinn tíma á skjánum. Í stuttu máli sagt er Murder by Death virkilega góð og alveg ómissandi.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Skrifa gagnrýni
Senda inn

Svipaðar myndir



Skrifa söguþráð
Fyrirsögn
Takk fyrir aðstoðina, þú ert stjarna.
Senda inn