Hafmeyjumynd lofar góðu

Miðað við meðfylgjandi myndir þá gæti neðansjávarævintýrið Empires of the Deep ( áður Hafmeyju eyjan ) orðið mikil veisla fyrir augað.

Í aðalhlutverki er Olga Kurylenko, sem leikur lokkandi hafmey.

Myndin fjallar um hafmeyjar og dularfullt líf þeirra og atferli, en þær lenda í ýmsum hættum og ævintýrum á ferð sinni um höfin. Þá er í myndinni komið inn á ástarlíf þeirra, sem er ekki endilega einfalt.

Söguhetjan er ungur maður með leynda hæfileika. Eftir að skríni nokkuð hverfur á dularfullan hátt eina nóttina byrjar hann mikla leit að skríninu, og kynnist þá hinni dularfullu hafmeyju Aka. Fundur þeirra setur af stað ótrúlega atburðarás sem hristir allverulega upp í veröld hafmeyjanna.