6 ný Scott Pilgrim plaköt

Ég veit ekki með ykkur en kvikmyndaúrvalið í sumar er alveg óvenju dautt í ár, og það eina sem í rauninni stendur upp úr er Inception, The Expendables og Scott Pilgrim vs. The World. (Skulum öll krossleggja fingur og vona að við fáum að forsýna eitthvað af þessum myndum – það er allt í vinnslu!)

Hérna eru allavega komin 6 glæný karakter-plaköt fyrir Scott Pilgrim (sem sjást hér fyrir neðan), og þau leggja áherslu á hina „illu fyrrverandi“ (evil exes). Fyrir ykkur sem vita ekki um hvað myndin fjallar þá segir hún frá ljúflingnum Scott (Michael Cera), sem verður yfir sig hrifinn af Ramonu (Mary Elizabeth-Winstead). Hún laðast að honum á móti en gallinn er sá að þau geta ekki verið á föstu fyrr en Scott berst við (og sigrar) 7 fyrrverandi kærasta hennar. Leikstjóri myndarinnar er Edgar Wright, sem er auðvitað þekktastur fyrir Spaced, Shaun of the Dead og Hot Fuzz.

T.V.