Það er jafnan spenna á meðal kvikmyndaáhugamanna yfir öllum nýjum ofurhetjumyndum. Ein slík sem er í vinnslu heitir Thor, eða Þór, og verður frumsýnd næsta sumar, það er 2011. E! Sjónvarpsstöðinni var boðið á tökustað og með fréttinni fylgir hér frétt E! og viðtal við Þór sjálfan, og Natalie Portman m.a.
Myndin fjallar um norræna guðinn Þór, sem er kraftmikill en hrokafullur og verður valdur að stríði í goðheimum. Honum er varpað niður til jarðar og neyddur til að lifa þar á meðal manna, í refsingarskyni. Á jörðinni lærir hann hvað til þarf til að vera alvöru hetja þegar mestu illmenni úr hans eigin heimi senda mestu hrotta Ásgarðs til að ráðast á jörðina.
Það er greinilega von á miklum og guðlegum víkingahasar næsta sumar!
Leikstjóri myndarinnar er Kenneth Branagh og aðalhlutverk leika Chris Hemsworth, sem leikur Þór, Tom Hiddleston, sem leikur Loka, Natalie Portman, er Jane Foster sem hjúkrar Þór, Anthony Hopkins, leikur Óðinn, og Jamie Alexander er Sif kona Þórs.
Jamie Alexander leikur Sif í myndinni.
Anthony Hopkins er Óðinn.