Getraun: Toy Story 3

Hefurðu áhuga á því að vinna tvo almenna boðsmiða á Toy Story 3? Þá ertu komin/n á réttan stað.

Þessi nýjasta Pixar-perla þarf svo sannarlega á engri kynningu að halda. Myndin kemur í kvikmyndahús á miðvikudaginn, vitaskuld bæði með íslensku og ensku tali. Ef þú vilt freista gæfunnar þá þarftu ekki að gera neitt meira en að senda mér tölvupóst á tommi@kvikmyndir.is og segja mér hver er þín uppáhalds Pixar-mynd og hvers vegna. Þið megið að sjálfsögðu nefna fleiri en eina ef þið viljið.

Á morgun uppúr hádegi mun ég svara þeim sem unnu þannig að endilega fylgist með e-mailinu í kringum þann tíma. Annars hlakka ég til að lesa póstana frá ykkur.

T.V.