Í kvöld kemur þriðja myndin í Twilight seríunni í bíó, en margir hafa einmitt beðið þessa dags með mikilli óþreyju. Í tilkynningu frá SAM bíóunum segir:
„Þriðja myndin í Twilight-seríunni kallast Eclipse og segir áfram frá ævintýrum hinnar mannlegu Bellu (Kristen Stewart), vampírunnar Edwards Cullen (Robert Pattinson) og varúlfsins Jacob (Taylor Lautner), auk allra þeirra sem tengjast þeim. Bella er flutt aftur til Seattle eftir atburðarásina úr New Moon, en hefur ekki verið lengi þar þegar hún er enn á ný umkringd háska. Seattle-búar eru á barmi ofsahræðslu þegar röð dularfullra morða ríður yfir borgina. Á sama tíma er illskeytt vampíra í blóðugri hefndarför sem setur Bellu í stórhættu. Á meðan allt þetta á sér stað færist Bella enn nær þeim tímapunkti þar sem hún þarf að gera endanlega upp á milli ástar sinnar á Edward og vínáttu sinnar við hinn hverflynda Jacob. Það sem gerir þessa ákvörðun enn erfiðari er vitneskja hennar um að það sem hún ákveður getur haft afdrífaríkar afleiðingar og mikil áhrif á hina stöðugu og aldagömlu baráttu milli vampíra og varúlfa.“
Í tilkynningunni eru birtir nokkrir skemmtilegir punktar um gerð myndarinnar:
– Leikstjóra New Moon, Chris Weitz, var boðið að leikstýra Eclipse, en hann var svo önnum kafinn við eftirvinnslu New Moon að hann ákvað að hafna því svo hægt væri að frumsýna Eclipse á réttum tíma.
– Bæði Paul Weitz og Drew Barrymore komu til greina sem leikstjórar áður en David Slade var ráðinn.
– Slade hefur reynslu af vampírum, en hann leikstýrði 30 Days of Night, einni af þeim myndum sem komu vampíruæðinu í bíóum heimsins aftur af stað eftir langan svefn.
Nú er að bara að drífa sig í bíó og sjá blóðið renna og ástina loga.

