Boðssýning: Knight and Day


Nú um helgina ætlum við að bjóða fullt af notendum í bíó á spennugamanmyndina Knight and Day, frá leikstjóra Walk the Line og 3:10 to Yuma. Myndin segir frá June Havens (Cameron Diaz), sem lendir í slagtogi með leyniþjónustumanni (Tom Cruise) sem hefur komist að þeim bitra sannleika að hann muni líklega ekki lifa af sitt síðasta verkefni. Þeirra markmið er þó það að reyna að halda lífi og þau uppgötva að það eina sem þau geta stólað á er hvort annað.

Sýningin er á sunnudaginn (4. júl) kl. 20:00 í Háskólabíói. Ef þú vilt eiga séns á því að vinna miða, þá þarftu að svara eftirfarandi spurningu:

Í hvaða mynd frá 2001 léku Cruise og Diaz saman í?

Sendið mér svarið á tommi@kvikmyndir.is. Vinningshafar fá póst snemma á laugardeginum.

Sé ykkur vonandi í bíó.

T.V.