Hinir fjölmörgu aðdáendur slagsmálaleikarans Stevens Seagals eiga von á góðu, því naglinn er væntanlegur í nýrri mynd í september nk. þar sem hann leikur á móti hinni þokkafullu Jessica Alba og fleiri snillingum. Myndin heitir Machete og er eftir Robert Rodriguez og Ethan Maniquis.
Myndin er byggð á feik trailer úr myndinni Grindhouse eftir Rodriguez, en Danny Trejo og Jeff Fahey koma aftur í upprunalegum hlutverkum sínum.
Machete segir frá Machete nokkrum ( sem leikinn er af Trejo ) sem er liðhlaupi úr mexíkósku lögreglunni, sem þvælist um göturnar í Texas eftir viðskipti við eiturlyfjabaróninn Torrez ( leikinn af Seagal ). Machete tekur tilboði frá skellibjöllunni Benz ( Fahey ) , en hikandi þó, um að myrða McLaughlin ( leikinn af Robert de Niro ) sem er spilltur þingmaður. Svikinn og á flótta lendir hann í slagtogi við Luz ( Michelle Rodriguez, Padre ( Cheech Marin ) og April ( Lindsey Lohan ). Hann er svo hundeldtur af Sartana ( Jessica Alba ) sem er þokkafullur fulltrúi.
Skoðaðu nýjar myndir úr Machete hér á Coming Soon.

