Tilraunin fer beint á DVD

Það er greinilega ekki nóg að myndir skarti Óskarsverðlaunanleikurum til að þær rati í bíó. Þær fara margar bara beinustu leið á DVD ef menn telja að þær plummi sig ekki á hvíta tjaldinu. Þannig mun einmitt fara fyrir myndinni The Experiment, eða Tilraunin, sem þó lítur nokkuð spennandi út, miðað við sýnishornið sem búið er að birta.

Myndin er í leikstjórn Paul Scheuring og er endurgerð á gamalli mynd.

Söguþráðurinn er nokkuð athyglisverður. Travis, leikinn af Adrian Brody, samþykkir að taka þátt í sálfræðitilraun gegn því að fá sæmileg laun fyrir, svo hann geti boðið kærustunni í ferðalag. Tilraunin fer fram í yfirgefnu fangelsi þar sem 26 mönnum er skipt í fangaverði og fanga. Fljótlega fer þetta allt saman úr böndunum þegar „fangaverðirnir“ fara að færa sig upp á skaftið og kvelja fangana, og „fangarnir / glæpamennirnir“ verða sífellt skuggalegri.

Það er ekki bara einn heldur tveir Óskarsverðlaunahafar í myndinni. Auk Brody leikur nefnilega Forrest Whitaker í myndinni. Já, það er margt skrýtið í kýrhausnum.

Stikk: