TÍAN aftur?

Ef það er eitthvað sem ég er sérstaklega þakklátur fyrir þá er það ánægja notenda hér á síðunni. Í kringum seinasta vetur var ég með vikulega pistla þar sem ég bjó til mína eigin topp(og botn)lista. Þessi litli dálkur var kallaður Tían og kom oftast út um helgar. Eftir að ég hætti með hann fékk ég smám saman hrúgu af póstum þar sem menn virtust vilja þetta aftur. Maður þyrfti að vera gerður úr stáli til þess að vera ekki örlítið snortinn af því, þannig að ég hef ákveðið að byrja aftur með þetta og reyni að vera eins reglulegur og ég get.

Hins vegar langar mig áfram að fá uppástungur sendar frá ykkur, þ.e.a.s. um lista. Það er mun skemmtilegra að mínu mati að leyfa notendum að vera aðeins með og þess vegna þarf ég ykkar hjálp. Droppið á mig línu á tommi@kvikmyndir.is.

Hérna getið þið séð eitthvað af Tíunum:

.:Verstu kvikmyndir sem byggðar eru á tölvuleik:.

.:Bestu myndir áratugarins:.

.:Minnisstæð illmenni:.

T.V.