Rodriguez í viðræðum um Deadpool

Bandaríska dagblaðið Los Angeles Times segir frá því að nú sé búið að staðfesta að leikstjórinn Robert Rodriguez eigi í viðræðum við Fox kvikmyndaverið um að leikstýra mynd um Deadpool, sem er ofurhetja úr Marvel teiknimyndasögum. Hér má sjá meira um Deadpool.
Að sögn blaðsins er ekkert ákveðið enn í þessum efnum, en viðræðurnar eru komnar nokkuð á veg.

Deadpool hefur komið við sögu í bíómyndum áður, en hann kom fram í X-Men Origins: Wolverine, í túlkun Ryan Reynolds, sem ku ætla að endurtaka leikinn ef gerð verður sérstök mynd um hetjuna.

Deadpool lítur svona út, ef einhver skyldi ekki vita það: