Eftir rétt rúma viku verðum við með kraftmikla forsýningu á harðhausamynd sumarsins (og kannski ársins líka?) þar sem testósterónið mun flæða útum allt og búist er við geðsjúkri stemmningu. Það sem mig langar að gera er að bjóða einum heppnum notenda 8 miða á myndina til að geta boðið sér og vinum sínum. Einhverjir telja kannski vinningslíkur sínar vera veikar fyrst svo er, en engar áhyggjur, því ég hef dálítið sérstaka pælingu í huga sem ég efa að mjög margir munu vera með í.
Sko, ég veit ekki með ykkur en ég er orðinn eitthvað hálf þreyttur á þessum hefðbundnu spurningaleikjum, eða a.m.k. í bili. Mig langar að prófa svolítið nýtt núna og kannski svolítið flippað, og það er að fá notendur til þess að búa til „feik“ plakat. Þeir fá hins vegar ekki að ráða myndina, eða nánar til tekið titilinn. Og fyrir þá sem ekki eru aaaaalveg með á hugmyndinni um að gera feik plakat, þá sjáið þið hér fyrir neðan dæmi sem var búið til fyrir eitt Bíótalið:
Allavega, reglurnar í þessum leik eru svona:
Þú býrð til plakat fyrir mynd sem heitir „THE NEESON AND THE GLEESON“ og hún á að sjálfsögðu að vera með eðalleikurunum Liam Neeson og Brendan Gleeson í aðalhlutverkum (og það væri STERKUR plús ef þeir gætu verið framan á posternum). Plakatið má gefa til kynna að þetta sé gamanmynd, hasarmynd, drama, íþróttamynd… nefnið það! Þið ráðið algjörlega rest.
Þið sendið svo plakatið á mig í JPEG skjali á tommi@kvikmyndir.is. Á sunnudaginn mun ég tilkynna sigurvegarann og sýna þau plaköt á vefnum sem voru send inn. Eins og kom fram hér að ofan þá mun sigurvegarinn bjóða félögum sínum frítt á Expendables miðnæturforsýninguna okkar.
Ég segi þá bara: Gangi ykkur vel! Get ekki beðið eftir að sjá hvað þið komið með 🙂
T.V.



