Egill „Gillz“ Einarsson skorar á alla harðhausa Íslands til að taka 100 kíló í bekkpressu núna á föstudaginn fyrir utan Laugarásbíó, en þá verður haldin sérstök „kraftakallaforsýning“ á The Expendables.
„Ég vil helst að enginn það verði enginn maður í salnum sem taki undir 100 kíló“ sagði Egill í viðtali við Fréttablaðið í dag. „Ég kannski pumpa þetta 20 til 25 sinnum til að sýna kjúklingunum hvernig á að gera þetta.“
Gillz hefur sjaldan beðið eins spenntur eftir einni bíómynd og þess vegna skorar hann á steratröll Íslands til að kíkja með sér í bíó. Þessi sýning verður kl. 18:00 á föstudaginn.
Við Kvikmyndir.is menn ætlum að mæta á undan þessari sýningu og taka ljósmyndir.
Engar áhyggjur samt til allra hinna kjúklingana sem eru að naga neglur af spenningi yfir þessari mynd, við verðum með POWERsýningu kvöldið eftir í stóra salnum. Scott Pilgrim verður annars á föstudaginn einnig, sýnd með hljóðið í botni.
T.V.


