Væntanleg í bíó er ný mynd um teiknimyndasöguhetjuna Judge Dredd, en nú þegar hefur ein mynd verið gerð um Dredd. Það var árið 1995 og þá var það Sylvester Stallone sem lék dómarann dómharða.
Sylvester Stallone verður fjarri góðu gamni í nýju myndinni en það er leikarinn ný sjálenski Karl Urban, sem hefur hreppt hlutverkið. Urban er þekktur sem Bones McCoy úr Star Trek, og væntanlegar eru myndirnar Red og Priest sem hann leikur í.
Leikstjóri nýju myndarinnar verður Pete Travis,sem gerði Vantage Point.Tökur fara fram í Jóhannesarborg í Suður Afríku.

