Á fimmtudaginn verðum við með sérstaka forsýningu á The Other Guys. Um er að ræða gríðarlega steikta en jafnframt bráðfyndna gamanmynd sem er af mörgum (og þ.á.m. Kvikmyndir.is-mönnum) talin vera sú fyndnasta sem Will Ferrell hefur gert síðan Anchorman. Sýningin verður í Laugarásbíói kl. 22:15 og menn geta nálgast miða í bíóinu sjálfu. Miðinn mun ekkert kosta neitt meira en venjulega, og þar sem hér er ekki um mynd að ræða þar sem lagskiptur strúktúr skiptir máli, þá verður hlé á sýningunni.
Myndin er leikstýrð af Adam McKay, sem gerði einmitt Anchorman ásamt Talladega Nights og Step Brothers. Með helstu hlutverk fara þeir Will Ferrell (vitaskuld!), Mark Wahlberg, Michael Keaton, Steve Coogan, Samuel L. Jackson og Dwayne „The Rock“ Johnsson.
Venjulega hafa steiktar gamanmyndir ekki verið í miklu uppáhaldi hjá gagnrýnendum en þessi hefur fengið sóðalega góða dóma. Lítið hér t.d. á nokkur komment:
ROTTENTOMATOES: 75% (77% hjá Top Critics)
3.5/5
„Note to Kevin Smith: THIS is how you do a spoof of the buddy-cop genre.“ – Richard Roeper
„Don’t let anyone spoil the wildly hilarious surprises. Ferrell and Wahlberg will double your fun. Guaranteed.“ – Rolling Stone
„The plot doesn’t always hold water and it has a tendency to ramble, but they don’t seem to care. And honestly, neither should you.“ – Los Angeles Times
„For the most part, the jokes have punch lines, which is too rarely the case in big-budget comedies.“ – Reelviews
„Just when it seemed like the once-robust buddy-cop action-comedy was going to require a do-not-resuscitate order, along comes Will Ferrell and Adam McKay to show ’em how it’s done.“ – Hollywood Reporter
„In terms of flat-out nonstop laughter, it’s the best comedy of the summer.“ – Detroit News
Vonumst til að sjá sem flesta. Takk kærlega fyrir undanfarnar mætingar. Án ykkar hefðum við aldrei komist svona langt með forsýningar og vonandi heldur þetta áfram á næstunni. Og ég minni aftur á eftirfarandi staðreyndir um þessa forsýningu:
– Venjulegt miðaverð!
– Ekkert vesen við miðasölu. Þið bara mætið upp í bíó hvenær sem er.
T.V. (ef þið hafið einhverjar spurningar eða athugasemdir – sendið þá póst á tommi@kvikmyndir.is)




