Kvikmyndir.is býður í stutt Lúxusbíó í næstu viku

Á miðvikudaginn í næstu viku ætlar Sena að halda stutta sýningu í Lúxussal Smárabíós fyrir íslenska Resident Evil-aðdáendur, og Kvikmyndir.is hefur fengið það verkefni að smala mönnum inn á þá sýningu.

Það sem verður sýnt er featurette fyrir myndina ásamt umtöluðu 3D-atriði sem var sýnt á Comic-Con í sumar og leggur sterka áherslu á þrívíddina, sem er sögð vera býsna geggjuð!

Þessi sýning verður kl. 12:00 í hádeginu á miðvikudaginn og þeir sem mæta fá fríar pizzur á staðnum. Þetta verður smá forskot á sæluna fyrir Resident Evil aðdáendur, og síðan munum við hér á vefnum gefa boðsmiða á forsýningu X-sins daginn eftir.

Ef þú ert laus á þessum tíma og þig langar að kíkja á þessa teaser-sýningu þá þarftu ekki nema að kommenta hér fyrir neðan þessa frétt. Við munum bjóða fyrstu 60 manns sem kommenta. Þeir mega gjarnan segja bara fullt nafn. Verð samt að taka það fram að það er 16 ára aldurstakmark.

T.V.