Á morgun ætlar X-ið að vera með forsýningu á Resident Evil: Afterlife og Kvikmyndir.is hefur fengið 100 miða í hendurnar til þess að gefa á hana. Undirritaður hefur að vísu ekki enn séð ræmuna en hingað til hefur mjög jákvætt umtal verið að spyrjast út varðandi þrívíddina þannig að menn gætu hugsanlega átt von á þokkalega útlítandi bíói.
Það eina sem ég vil að þú gerir er að senda póst á tommi@kvikmyndir.is og segja mér hvaða mynd þú ert spenntastur að sjá í haust/vetur. Titlarnir ná alveg frá The Social Network til Machete, Harry Potter og Tron. Væri gaman að heyra hvað þið hafið að segja og aldrei er að vita nema Kvikmyndir.is taki einhverja massaflotta forsýningu aftur, enda erum við farnir að vera ansi góðir í þeim núna 😉
Ég sendi svo póst á vinningshafa í kringum miðnætti í kvöld og þeir verða svo settir á gestalista þar sem tekið verður á móti þeim við dyrnar fyrir sýningu.
Ég vil samt líka benda á að menn geta einnig unnið miða á sömu sýningu hér.
Hérna er trailerinn fyrir Resident Evil: Afterlife 3D. Njótið heil og sjáumst vonandi í bíó á morgun.
T.V.



