Þegar þessi texti er ritaður er nýjasta undrabarn Davids Fincher ennþá með 100% á RottenTomatoes og heila 9,7 í meðaleinkunn.
Við hér hjá Kvikmyndir.is mælum hiklaust með að menn skelli sér á þetta meistaraverk og sjái það hlélaust og á undan flestum íslendingum núna á miðvikudaginn kl. 20 í Smáranum. Þetta (ásamt Inglourious Basterds og Inception) er svo sannarlega ein sú besta mynd (að mínu mati) sem við höfum sett nafn síðunnar á. Nánari upplýsingar um sýninguna hér.
PS. Ef þú vilt láta frátaka miða, þá bjóðum við upp á það. Sendu bara póst á tommi@kvikmyndir.is.
Menn geta líka keypt sér miða í dag í miðasölu Smárabíós, milli 18 og 20. Mæli eindregið með því. Gott fyrir þá sem eiga ekki kreditkort.
T.V.


