Fyrir stuttu var kvikmyndin Brim frumsýnd í Smárabíói og Háskólabíói. Hún er kvikmynd byggð á samnefndu leikriti eftir Jón Atla Jónasson, og samanstendur leikhópurinn af úrvali af fremstu leikurum dagsins í dag. Þar á meðal eru Ingvar E. Sigurðsson, Ólafur Darri Ólafsson, Björn Hlynur Haraldsson, Gísli Örn Garðarsson, Nína Dögg Filippusdóttir, Ólafur Egilsson og Víkingur Kristjánsson.
Áhöfnin á Brim RE 29 er orðin samdauna síendurteknum vikulöngum túrum til sjós. Áhöfnin hefur samanstaðið af sama fólkinu lengur en nokkur þeirra kærir sig um að muna, þar sem fátt kemur á óvart og rútínan er orðin allsráðandi. Nótt eina tekur einn tryggasti hásetinn eigið líf úti á miðum og hristir það allrækilega upp í lífi áhafnarinnar. Ung kona er ráðin til að taka við af honum en tilkoma hennar í áhöfnina gerir brothætt samband áhafnarinnar enn viðkvæmara og fer ágreiningur á milli manna fljótt að vinda upp á sig. Þegar vélin í bátnum bilar að auki verður spennan um borð fljótt óstjórnleg með ófyrirsjáanlegum hætti.
Kvikmyndir.is ætlar að bjóða nokkrum heppnum aðilum tvo boðsmiða á myndina. Þið þurfið ekki að gera annað en að svara einni laufléttri spurningu:
Hvað hét myndin sem kom út fyrr á þessu ári sem skartaði VesturPort gengið og var leikstýrð af Valdísi Óskars?
Sendið mér svarið á tommi@kvikmyndir.is og á miðnætti í kvöld mun ég bjóða vinningshöfum í bíó. Annars er Brim þegar í almennum sýningum.
Góða skemmtun.


