Kvikmyndir.is forsýnir myndina ÓRÓI

Núna á miðvikudaginn, þann 13. október, verður haldin sérstök forsýning á Óróa á okkar vegum. Hún mun vera í Sambíóunum í Álfabakka kl. 22:40. Þetta mun vera fyrsta skiptið þar sem Kvikmyndir.is heldur sýningu á íslenskri kvikmynd.

Miðasalan verður í þægilegri kantinum núna. Í stað þess að stússast mestmegnis með kreditkort og útprentanir af netinu geta menn bara labbað beint upp í næstu miðasölu Sambíóanna og keypt miða þar. Einnig er hægt að kaupa í gegnum midi.is með því að smella hér. Miðaverðið á sýninguna (sem verður hléLAUS) er 1400 kr.

Órói er mynd um unglinga sem eru að stíga sín fyrstu skref í heimi hinna fullorðnu, og eins og flestir ættu að vera vel varir um þá fylgja þessum aldri gríðarlega margar hraðahindranir, hvort sem þær tengjast áfengi, skapsveiflum, greddu, einelti eða annars konar skemmtilegheitum. Myndin er byggð á bókum Ingibjargar Reynisdóttur „Strákarnir með strípurnar“ og „Rótleysi, rokk og rómantík“ sem hafa notið mikilla vinsælda hér á landi.

Hvetjum flest öll íslensk ungmenni hér á síðunni til þess að mæta.

T.V.