Núna fyrir helgi var Sena að gefa út ALLAR Star Wars-myndirnar út aftur á DVD og við hjá Kvikmyndir.is ætlum að sjálfsögðu að nýta okkur tilefnið og gefa nokkur sett til notenda síðunnar. Þetta er í fyrsta sinn þar sem hægt er að fá allar 6 myndirnar saman í einu og er einnig loks hægt að fá þær allar með íslenskum texta, sem ekki hefur verið í boði áður fyrr. Þetta þykir þ.a.l. einstakt tækifæri fyrir þá sem vilja m.a. upplifa nostalgíuna aftur og einnig þær nýju kynslóðir sem ekki hafa tekið maraþon á kaflana.
Ef þú hefur áhuga að vinna þér inn þetta flotta sett þá bendi ég á skemmtilegan skjáskotaleik ásamt nokkrum spurningum sem reyna á þína Star Wars-þekkingu. Og þar sem þetta er kvikmyndavefur ætti það ekki að þykja erfitt fyrir menn að spreyta sig á þessum leik 🙂
Hefst svo getraunin:
1. Úr hvaða Star Wars-mynd er þessi rammi?
2. En þessi?
3. Hvað heitir þessi smekklega fígúra?
4. Hér fyrir neðan sjáið þið mynd af ungum (og ekki ómyndarlegum) Obi-Wan Kenobi. Hér er það Ewan McGregor sem fer með hlutverkið.
Spurningin er þessi: Hver lék hann í gömlu trílógíunni?
Nú þyngist þetta örlítið…
5. Ég spyr núna um leikara sem þykir vera einhver mesti töffari sinnar kynslóðar. Þessi maður hefur leikið Jedi-riddara, íkonískt ljón og bardagameistarann sem þjálfaði Batman. Hvað Star Wars-myndirnar varða sást hann þó einungis í The Phantom Menace. Hvaða „badass“ leikari er þetta?
6. Í Episode 5 segir Princess Leia: „I love you,“ hvað segir Han Solo?
7. Hvað heitir móðir Anakins Skywalker?
8. Hversu mörgum Star Wars-myndum leikstýrði George Lucas sjálfur?
9. Hvaða ár kom Revenge of the Sith út?
.:BÓNUSSPURNING:. – (Ekki skylda að svara)
10. Hver er uppáhalds light-saber bardaginn þinn í myndunum?
Sendu mér svörin á tommi@kvikmyndir.is. Láttu fullt nafn fylgja með. Leikurinn verður í gangi út vikuna og menn mega senda inn svör eins oft og þeir vilja. Ég sendi svo póst á vinningshafa og þeir fá settið í kjölfarið sent heim til sín.
*UPPFÆRT* Vegna fjölda svara hefur leikurinn verið framlengdur og verður því dregið úr honum á mánudaginn. Við fengum líka fleiri DVD eintök í hendurnar 🙂
Gangi ykkur vel.






