Allir með í How To Train Your Dragon 2

Fyrir þá sem ekki vissu þá stendur vinnsla á framhaldi teiknimyndarinnar vinsælu How To Train Your Dragon nú yfir. Leikarar fyrri myndarinnar, þau Jay Baruchel, Craig Ferguson, America Ferrera, Jonah Hill, Christopher Mintz-Plasse, T.J. Miller og Kristen Wiig hafa öll samþykkt að leika í framhaldinu af myndinni og því er ekkert því til fyrirstöðu að keyra verkefnið áfram. Frá þessu er greint á vefsíðu Dark Horizons.

Þá ætla þeir Dean DeBlois og Chirs Sanders, sem leikstýrðu og skrifuðu handrit sameiginlega að fyrri myndinni, að vera með í nýju myndinni, en með aðeins breyttu sniði. DeBlois mun einn skrifa handrit og leikstýra, en Sanders verður framleiðandi.