Á fimmtudaginn, þann 18. nóvember, mun Kvikmyndir.is halda sína allra stærstu forsýningu til þessa. Umrædd mynd er að sjálfsögðu Harry Potter and the Deathly Hallows: Part I og er um hlélausa forsýningu að ræða. Sýningin verður í sal 1 í Sambíóunum í Egilshöll kl. 21:00.
*Uppfært*
Miðasala fór upp í gær og sýningin seldist upp á innan við sólarhring. Við bendum annars á að það er hægt að kaupa almenna miða inná sambio.is.
Myndin þarf ekki á neinni kynningu að halda. En fyrir þá sem vilja stutta upprifjun þá lýsir söguþráðurinn sér einhvern veginn svona:
(tekið úr Myndum Mánaðarins)
Kraftur Voldemorts eykst frá degi til dags og það sama á við um áhrif hans í galdraheiminum. Í Galdramálaráðuneytinu er búið að koma fyrir ráðherra og valdafólki sem allt er vinveitt Voldemort og Severus Snape, fylgismaður Voldemorts, er orðinn skólastjóri Hogwarts-skóla eftir hræðilegan dauða Albusar Dumbledore í lok síðustu myndar. Harry, Ron og Hermione hafa ákveðið að snúa ekki aftur til skólans og er lítil von fyrir þríeykið, þar sem galdraheimurinn er smám saman að renna undir stjórn hins illa, og því er mikilvægara en nokkurn tímann áður að allt sem þau taki að sér fyrir hendur gangi algerlega upp, en verkefni þeirra er það erfiðasta sem nokkur galdramaður hefur tekið fyrir sér hendur….
Það gæti líka verið sniðugt að rifja upp það sem búið er að gerast með því að kíkja hér á undirsíðu sjöttu myndarinnar, þar sem má finna 9 mínútna túrbó-trailer, sem gefur góða samantekt á því sem búið er að gerast:
Hér er annars trailer fyrir nýjustu myndina:
Hlakka til að sjá ykkur. Svo er aldrei að vita nema við púllum eitthvað skemmtilegt á undan sýningu eins og við höfum átt til með að gera hér áður fyrr.
Bestu kv.
Tómas Valgeirsson
PS. Ef þið hafið einhverjar fyrirspurnir, sendið þær á tommi@kvikmyndir.is.



