Um þessar mundir er sérstakur leikur í gangi á myndabandaleigunni Laugarásvídeó, þar sem fólk þarf ekki að gera mikið meira en að giska á heildarmagn mynda sem eru á leigunni. Leikurinn stendur til 12. des, en á þeim degi verður liðið ár frá því að staðurinn opnaði aftur eftir bruna.
Hér eru nánari upplýsingar um leikinn (tekið af laugarasvideo.is):
„Það eina sem þú gerir er að senda okkur tölvupóst og giska á það magn mynda sem við bjóðum upp á. Vissulega bætast stöðugt við fleiri diskar í hverri viku, en þess vegna mega menn senda sínar ágiskanir inn eins oft og þeir vilja. Leikurinn verður gangi næstu 2 mánuðina og þann 12. des verða þeir dregnir út sem komast næst heildartölu diska hjá okkur. Ekki sem sagt vera feimin að koma með eins nákvæma tölu og þið getið. Það gæti skipt miklu þegar dregið verður og kannski leitt til vinnings 😉
Sá sem giskar á réttu töluna eða verður næstur henni fær 50 FRÍAR LEIGUMYNDIR merktar á sig í tölvukerfinu hjá okkur. Blu-Ray
og tölvuleikir meðtaldir.
Önnur verðlaun eru 30 fríar leigumyndir, og þriðju verðlaunin bjóða upp á 20.
Þið sendið þessar ágiskanir ykkar á netfangið laugarasvideo@gmail.com. Látið fullt nafn fylgja með, og við ítrekum að þú mátt senda inn eins margar tillögur og þú vilt!“
T.V.