Getraun: The Expendables (DVD/BR)

Harðasta mynd ársins, The Expendables (hver önnur?), dettur í verslanir á morgun á bæði DVD og Blu-Ray og að því gefnu munum við gefa eintök af myndinni, og þá í sitthvoru formatinu – í fyrsta sinn!

Mikið rétt! Hægt er að vinna sér inn þessa testósterónbombu bæði í venjulegri DVD útgáfu eða Blu-Ray. Þið sem takið þátt látið það bara fylgja með póstinum hvora útgáfuna þið sækist eftir. En það má aðeins velja annaðhvort, ekki bæði 😉

Fyrir þá sem hafa lifað undir grjóti síðastliðnu mánuði þá er hér um að ræða einhverja svölustu harðhausasamkomu allra tíma! Sylvester Stallone leikur foringja hóps málaliða sem eru sendir til eyríkis í Suður-Ameríku til að steypa einræðisherra af stóli. Einu tryggðarbönd Barney eru við félaga sína en í þessari ferð kynnast þeir frelsisbaráttukonunni Söndru (Giselle Itie) en þegar verkefnið fer í loft upp neyðist hópurinn til að yfirgefa eyna í flýti, og skilja Söndru eftir í gini ljónsins. Kvalinn af samviskubiti nær Barney að sannfæra félaga sína um að snúa aftur til eyjunnar til að freista þess að klára verkefnið og bjarga gíslum, þ.á m. Söndru…ef hún er enn á lífi. Meðal annarra leikara eru Jason Statham, Jet Li, Eric Roberts, Dolph Lundgren, Mickey Rourke og Bruce Willis.

(í stað þess að sýna trailer ákvað ég bara að koma með eina suddalega harða klippu úr myndinni)

Allaveganna, þá býð ég hérna upp á skítléttan skjáskotaleik (í „badass“ þemanu) fyrir þá sem vilja eiga séns á fríu eintaki. Svörin sendast síðan á tommi@kvikmyndir.is og ég minni aftur á að þið eigið að taka sérstaklega fram hvort þið séuð að sækjast eftir DVD eða Blu-Ray eintaki. Ég dreg út nöfn vinningshafa á föstudaginn næsta.

Hér fyrir neðan eru stillur úr harðhausamyndum. Þið eigið að segja mér hvaða myndir þetta eru og hvað hetjurnar (eða andhetjurnar) heita.

1.

2.

3.

Gangi ykkur vel.