Kvikmyndir.is forsýnir TRON LEGACY

Þá er komið að tíundu Kvikmyndir.is forsýningunni á þessu ári og það þýðir ekkert annað en að halda upp á jólin og árslok með því að bjóða upp á rafmagnaða 3D-sýningu í Egilshöllinni á Tron Legacy núna á föstudaginn næsta, semsagt þann 17. des, kl. 22:15.

Miðasalan fer upp strax eftir helgi inn á sambio.is. Menn geta einnig keypt miða upp í hvaða Sambíói sem er. Miðaverð verður 1450 kr. Gleraugu eru seld sér, en þess vegna ráðleggjum við ykkur að mæta með ykkar eigin til þess að forðast 140 kr. aukakostnaðinn.

Kvikmyndir.is-menn lofa sjónrænni veislu á hæsta stigi og því er eindregið mælt með því að bíóunnendur (svo ég tali nú ekki um Tron-aðdáendur) taki sér stutt frí frá jólagjafastússinu og njóti stemmingarinnar með okkur. Eins og vanalega þá er um hléLAUSA sýningu að ræða.

Fyrir þá sem eru ekki alveg nógu fróðir um þessa mynd þá getið þið séð hér trailer fyrir myndina sem gefur einnig gott sýnishorn á það hvernig tónlistin er í myndinni, en það eru snillingarnir í Daft Punk sem sjá um hana. Hún er alveg hreint GEGGJUÐ!

Allar fyrirspurnir sendast á tommi@kvikmyndir.is

Sjáumst í bíó.

T.V.