Kvikmyndir.is óskar notendum síðunnar gleðilegs nýs bíóárs og þakkar fyrir það gamla. Við sjáum fram á frábært bíóár með fjölda spennandi mynda bæði frá Hollywood og Íslandi og öðrum stöðum. Við hér á síðunni stefnum að því hér eftir sem hingað til að fjalla um allt það helsta sem er í gangi á hverjum tíma og munum halda áfram að efla kvikmyndir.is vefsíðuna á nýju ári, með ferskum fréttaflutningi, ítarlegu og góðu yfirliti yfir allt sem er í bíó á Íslandi á hverjum degi, aðgengilegu DVD yfirliti og svo miklu miklu meira.
Hér að neðan má sjá sýnishorn úr nokkrum myndum sem koma í bíó á þessu ári ásamt nokkrum orðum frá leikurum og leikstjórum.

