Kvikmyndaverðlaunin afhent 10. febrúar – verðlaun plús ókeypis forsýning!

Það styttist óðum í að Kvikmyndaverðlaun Mynda mánaðarins og Kvikmyndir.is verði afhent, en það mun gerast við hátíðlega athöfn þann 10. febrúar klukkan 21.00 í Egilshöll. Fjöldi mynda hefur att kappi í sextán flokkum um hylli áhorfenda í kosningu hér á vefnum, og mun niðurstaða þeirrar kosningar ráða því hverjir sigurvegararnir verða.

VIÐ ERUM GJAFMILD…

Atburðurinn sjálfur verður ekki af verra taginu, en í tilefni þess að við erum að afhenda þessi verðlaun í fyrsta sinn verður enginn aðgangseyrir á verðlaunin heldur geta lesendur unnið sér inn frímiða með því einu að fylgjast vel með á vefnum, og verður mikill fjöldi miða í boði. Auk þess munum við draga út 5 heppna kjósendur í kosningunni fyrir verðlaunin sjálf sem munu vinna miða á verðlaunin og fá að bjóða einhverjum með sér í þokkabót. Þannig að ef þið eigið eftir að kjósa, gerið það þá núna og þið eigið möguleika á miða á verðlaunin eða einhver af fjölmörgum öðrum verðlaunum sem verða dregin út á föstudaginn. Kosningunni lýkur á fimmtudaginn (eftir 2 daga), þannig að nú er síðasti séns. Smellið á kassann hér til hægri og komið ykkur í pottinn.

EKKI BARA VERÐLAUNAAFHENDING – LÍKA FORSÝNING

Verðlaunin verða þó ekki það eina sem við bjóðum upp á þann 10. febrúar, því strax og síðustu verðlaunin hafa verið afhent verður haldin eitt stykki forsýning á væntanlegri stórmynd, og getum við lofað ykkur því að þar er engin slormynd á ferðinni. Við munum tilkynna hvaða mynd er um að ræða á næstu dögum, en í bili ætlum við bara að leyfa ykkur að engjast um í óvissu.

Það er því mikilvægt að þið fylgist vel með á næstu dögum – þið gætuð fengið miða á fyrstu Kvikmyndaverðlaun Mynda mánaðarins og Kvikmyndir.is, auk forsýningar á stórmynd – og það algerlega fríkeypis!