Hinn umdeildi Uwe Boll, sem hefur gefið frá sér myndir á borð við Alone in the Dark og Bloodrayne, er ekki par sáttur þessa dagana eftir að mynd hans Auschwitz, var bannað að taka þátt kvikmyndahátíð í Berlín. Mun ástæðan vera sú að Boll neitaði að borga gjaldið sem myndum er skylt svo þær megi taka þátt. Gjaldið hljóðaði upp á heila 175 dali.
Leikstjórinn, sem hefur getið sér nafn fyrir að gera hreint út sagt hörmulegar kvikmyndir út frá tölvuleikjum, segir kvikmyndahátíðina vera með mikla ósanngirni. Hann heldur því fram að stærri myndir sem koma frá kvikmyndaverum ekki þurfa að borga þetta gjald. Þar að auki segir hann stjórnendur hátíðinnar vera á móti sér persónulega.
Talsmenn hátíðinnar hafa gefið frá sér svar þess efnis að allar myndir þurfi að borga aðgöngugjaldið vilji þær taka þátt, nema þær kvikmyndir sem hátíðin býður að taka þátt. Sé þetta því allt löglegt, og Boll getur þá þagað og haldið áfram að menga kvikmyndaheiminn með myndunum sínum.
– Bjarki Dagur