Upprunalegi Bilbo snýr aftur í Hobbit

Eins og flestir vita mun Martin Freeman leika hobbitan Bilbo Baggins á hans yngri árum. En nú fyrir stuttu staðfesti leikstjóri myndanna, Peter Jackson, að Ian Holm myndi sömuleiðis birtast í myndinni. Holm fór með hlutverk Bilbo í Lord of the Rings þríleiknum.

„Ég fékk spurningar varðandi blogg myndbandið sem ég setti á netið. Margir héldur að Bilbo-röddin í lokin væri Ian Holm. Ian mun leika í myndinni, en röddin í myndbandinu var þó Martin Freeman. Ég viðurkenni samt að hafa ekki verið viss hvor þeirra átti röddina þegar ég heyrði hana fyrst.“ sagði Jackson á Facebook síðu sinni.