Laugarásvídeó með glænýtt tilboð

Vídeóleigur eru óneitanlega að syngja sitt síðasta. Annaðhvort eru þær dauðar eða deyjandi. Þannig rúllar bara tæknin. Fólk sækist meira og meira í niðurhal á hverju ári og þar að auki er eitthvað eins og t.d. Skjárinn að bjóða upp á leigur á sambærilegu verði án þess að menn þurfi að standa upp úr sófanum (og í kjölfarið þarf ekki að skila, sem er alltaf kostur).

Hins vegar er líka ljóst að Laugarásvídeó (já, þessi sem brann) sé ekki að fara neitt, en viðskipti þar eru alltaf sögð vera jafn góð. Ástæðan fyrir því að sú leiga mun ábyggilega lifa áfram (og sennilega vera sú eina eftir á landinu þegar uppi er staðið) er sú að hún sérhæfir sig í alls konar myndefni sem þú getur ómögulega fundið annarsstaðar nema bara í gegnum pöntun á Amazon. Þetta er sú leiga sem þú ferð á ef þú ert að leita þér að klassískri film noir-mynd frá fjórða áratugnum eða til að finna költ-myndir sem aðrar leigur myndu aldrei hugsa um að panta inn.

Undanfarna mánuði hefur leigan boðið upp á svokallaða Megamánudaga, þar sem þú leigir eina klassíska mynd, færð nýja frítt með plús heilan líter af emmessís á 500 kall. Þetta tilboð verður áfram en frá og með næsta mánudag mun byrja glænýtt og vægast sagt athyglisvert tilboð. Það lýsir sér þannig að þú leigir þér klassíska mynd, færð nýja frítt með og 12″ pizzu frá Ali Baba… á 1200 kr.

Leigan er opin frá kl. 15:00 til 01:00 alla daga vikunnar.

Laugarásvídeó með glænýtt tilboð

Vídeóleigur eru óneitanlega að syngja sitt síðasta. Annaðhvort eru þær dauðar eða deyjandi. Þannig rúllar bara tæknin. Fólk sækist meira og meira í niðurhal á hverju ári og þar að auki er eitthvað eins og t.d. Skjárinn að bjóða upp á leigur á sambærilegu verði án þess að menn þurfi að standa upp úr sófanum (og í kjölfarið þarf ekki að skila, sem er alltaf kostur).

Hins vegar er líka ljóst að Laugarásvídeó (já, þessi sem brann) sé ekki að fara neitt, en viðskipti þar eru alltaf sögð vera jafn góð. Ástæðan fyrir því að sú leiga mun ábyggilega lifa áfram (og sennilega vera sú eina eftir á landinu þegar uppi er staðið) er sú að hún sérhæfir sig í alls konar myndefni sem þú getur ómögulega fundið annarsstaðar nema bara í gegnum pöntun á Amazon. Þetta er sú leiga sem þú ferð á ef þú ert að leita þér að klassískri film noir-mynd frá fjórða áratugnum eða til að finna költ-myndir sem aðrar leigur myndu aldrei hugsa um að panta inn.

Undanfarna mánuði hefur leigan boðið upp á svokallaða Megamánudaga, þar sem þú leigir eina klassíska mynd, færð nýja frítt með plús heilan líter af emmessís á 500 kall. Þetta tilboð verður áfram en frá og með næsta mánudag mun byrja glænýtt og vægast sagt athyglisvert tilboð. Það lýsir sér þannig að þú leigir þér klassíska mynd, færð nýja frítt með og 12″ pizzu frá Ali Baba… á 1200 kr.

Leigan er opin frá kl. 15:00 til 01:00 alla daga vikunnar.