Expendables 2 teaser plakat

Þó svo að það sé varla ár liðið frá því að The Expendables kom út (og ekki er heldur búið að negla niður leikhópinn eða leikstjórann) þá er samt búið að uppljóstra svokölluðu teaser plakati, sem þið getið séð hérna.

Það er hins vegar tvennt vitað: útgáfudagur (17. ágúst 2012) og söguþráður. Expendables 2 hefst á því að persónan Tool (Mickey Rourke) er myrt á hrottafullan hátt og munu þeir Barney og félagar hefna dauða hans.
Spennó…!!

Svolítill Pirates-fílingur á þessu plakati samt, finnst ykkur það ekki?