Í Bandaríkjunum stendur yfir stærðarinnar ráðstefna þar sem hin ýmsu fyrirtæki auglýsa vörumerki sitt í þeirri von að önnur fyrirtæki tryggi sér réttinn á þeim. Þar með talið er myndasögurisinn Marvel sem hefur gert allt brjálað með Avengers-merki sínu. Allt frá fatamerkjum til tannburstaframleiðendum keppast nú um réttinn til að skella Avengers myndum á vörur sínar, en Marvel setti meðfylgjandi plakat á veggi ráðstefnunnar til að trylla lýðinn.
Þetta er í fyrsta sinn sem við sjáum þennan glæsilega hóp saman, en þótt svo að ekki sé um raunverulega mynd af persónunum að ræða er þetta jafnframt staðfesting á hvernig þær munu líta út þegar The Avengers verður frumsýnd árið 2012.
Með hlutverk í myndinni fara Robert Downey Jr, Chris Evans, Chris Hemsworth, Scarlett Johansson, Mark Ruffalo og Jeremy Renner.

