Á mánudaginn verður FM-957 með forsýningu á Transformers: Dark of the Moon í Egilshöllinni kl. 20:30. Sagt er að það sé búið að gefa alla miða á þá sýningu nema nokkra, og það eru þeir miðar sem Kvikmyndir.is fékk í hendurnar til þess að gefa.
Michael Bay hefur viðurkennt að seinasta myndin í seríunni, Revenge of the Fallen, hafi borið merki um mikla fljótfærni og óvönduð vinnubrögð. Hann lofar að þessi þriðja verði meira í líkingu við fyrstu myndina og segir einnig að hún verði sú almyrkasta af þeim öllum. Annars sést það svosem á trailernum, sem verður að segjast vera helvíti flottur:
Til að vinna miða á þessa forsýningu þarftu að taka hjá mér smá Transformers-próf, og þú hefur alla helgina til þess að spreyta þig í því. Svörin sendirðu svo á tommi@kvikmyndir.is og strax á mánudagsmorgninum mun ég láta þá vita sem fara frítt á myndina.
1. Hver af þessum karakterum ber nafnið Starscream?
2. Hvort átti þessi sena sér stað í mynd nr. 1 eða 2?

3. Hérna sjáið þið mynd af gellunni sem tók við af Megan Fox. Hvað heitir hún?

Gangi ykkur vel. Sjáumst vonandi í bíó.





