Deathly Hallows-forsýning: Hvernig fannst ykkur?


Síðasta sumar vorum við með Inception, The Expendables og Scott Pilgrim en engin þeirra sýninga komst í tæru við þau jól sem voru haldin fyrir Harry Potter-aðdáendur einmitt núna. Tveir stútfullir salir, mikið klapp, fullt af liði í búningum (hvað var samt málið með einhyrninginn??).

Ég á erfitt með að trúa því að það séu ekki einhverjir æstir í að segja skoðanir sínar. Það voru nú yfir 600 manns á svæðinu. Ég vil að þið segið mér frá A-Ö hvernig ykkur fannst seinni myndin og sýningin í heild sinni.

Persónulega var ég býsna ánægður og hafði ekkert slæmt að segja nema mögulega um hitann í stóra salnum (menn voru vel farnir að fækka fötum undir lokin allavega). Þessi sýning var eftirminnilegur afrakstur mikils nöldurs í mér til Sambíóanna og það virtist hafa skilað sér og rétt rúmlega það.

Hlakka til að sjá hvað ykkur fannst – gott eða slæmt.

Svo koma ljósmyndir inn bráðlega!

Bestu kveður,
Tómas Valgeirsson

PS. Leyfist mér að segja fyrir hönd allra Potter-aðdáanda: ATTBÚ!!! 🙁