Núna kl. 12 í dag hefst miðasalan á viðburð sem enginn kvikmyndaaðdáandi má láta framhjá sér fara. Leikstjórinn Kevin Smith (Clerks, Mallrats, Dogma) ætlar að heiðra okkur Íslendinga með nærveru sinni og halda sitt heimsfræga Q&A (sem er einnig í stíl við uppistand) í Eldborgarsal Hörpunnar þann 11. nóvember. Þeir sem hafa séð hin víðfrægu „An Evening with Kevin Smith“ vídeó ættu nákvæmlega að vita hvað hér er um að ræða (sjá dæmi fyrir neðan).
*Uppfært*
Miðasalan er hafin í Hörpunni og inná MIDI.is.
TRYGGIÐ YKKUR MIÐA NÚNA!! Þið eigið aldrei eftir að gleyma þessu.
(horfið á þetta – BRILLIANT!)


