Ghost Rider Spirit of Vengeance trailerinn kominn!

Biðin eftir Ghost Rider Spirit of Vengeance Trailernum reyndist enn styttri en við bjuggumst við, en við hér á kvikmyndir.is sögðum frá því í frétt fyrr í dag að von væri á trailerunum síðar í dag. Trailerinn er sem sagt kominn inn á síðuna og er nóg að smella hér til að skoða þennan eitursvala og funheita trailer.
Ghost Rider er Marvel ofurhetja; logandi beinagrind á mótorhjóli, sem gerði samning við djöfulinn – en djöfullinn sveik svo samninginn.

Góða skemmtun!