Kvenþorparinn í aðalhlutverki í rússneska plakati The Three Musketers

Þann 21. október nk. verður frumsýnd glæný útgáfa af hinni sígildu sögu Alexander Dumas, Skytturnar þrjár, en sagan hefur verið kvikmynduð oftar en einu sinni. Mörgum er eflaust í fersku minni útgáfa frá árinu 1993 þar sem skytturnar voru leiknar af Charlie Sheen, Kiefer Sutherland og Oliver Platt, og D´Artagnan var leikinn af Chris O´ Donnel.

Nú er það Paul W.S. Anderson sem leikstýrir og Matthew Macfayden, Luke Evans og Ray Stevenson sem leika skytturnar en D´artagnan er leikinn af Logan Lerman.

Búið er að birta rússnesku útgáfuna af plakati myndarinnar og er það ólíkt því bandaríska. Svo virðist sem dreifingaraðilar hafi talið það líklegra til vinsælda að hafa aðalkvenpersónuna, sem leikin er af Milla Jovovich, fremst í miðju plakatsins, en í því bandaríska er D´artagnan í miðjunni, og kvenþorparinn í bakgrunni.