Næsta mánudag, eða 10 desember kemur út kvikmyndin Syndir Feðranna. Margir muna líklega eftir því þegar hún hlaut Edduverðlaunin fyrir bestu heimildarmynd þessa árs. Það hlítur að segja ansi mikið um gæði myndarinnar, þó ég hafi sjálfur ekki séð hana. Nú myndin segir frá Breiðarvíkurmálinu sem mikið hefur verið talað um, en kvikmyndagerðamenn myndarinnar voru langt á undan fréttamönnum landsins því þeir hafa verið að gera þessa mynd í mörg ár. Mér ber ef til vill skilda að benda fólki á að þessi mynd er bönnuð innan 16 ára (er þetta fyrsta íslenska heimildarmyndin til að ná svo háu aldurstakmarki?)
Frétt fengin af vefnum sena.is

