Tölvuleikjamyndir eru ekki settar á háan stall þessa daganna og minna marga á upphaf leikinna myndasögumynda. Nú virðast mál tölvuleikjamynda hafa tekið á sig aðra mynd þar sem Takashi Miike er að leikstýra sinni fyrstu tölvuleikjamynd og er hún byggð tölvuleikjaseríunni Ace Atourney; lítið þekktari en heitelskaðri seríu japanskra ævintýratölvuleikja um lögfræðinginn Pheonix Wright og báráttu hans fyrir réttlætinu í sérkennilegum réttarsal þar sem markmiðið er að verja málstað vitnisins sama hvað það kostar og eins fljótt og unnt er.
Gyakuten Saiban er leikin og minnir útlit myndarinnar á eins konar útgáfu af Scott Pilgrim ef hún hefði átt sér stað í réttarsal. Leikarinn Hiroki Narimia (Azumi & Nana) fer með aðahlutverk myndarinnar, Pheonix Wright og til móts við hann er saksóknarinn Miles Edgeworth, leikinn af Takumi Saito (Vampire Girl vs. Frankenstein & RoboGeisha). Myndin virðist einblína á eitt mál en ekki hefur verið gefin út söguþráður fyrir myndina. Hins vegar er búið að birta fyrstu stiklu myndarinnar sem þið getið séð hér fyrir neðan:
Hér er ákveðinn og fjölhæfur leikstjóri á ferð sem ber virðingu fyrir efninu og(það sem meira máli skiptir) skilur það, eins og sést í ofangreindri stiklu. Takashi Miike leikstýrði síðast hinni frábæru 13 Assassins og er þekktur fyrir mikinn og fjölbreyttan feril kvikmynda. Ekki hefur verið tilkynnt útgáfudag myndarinnar í Bandaríkjunum en hún er væntanleg í Japan í febrúar 2012.