Upphafstitlar í kvikmyndum eru eins misjafnir eins og þeir eru margir. Sumir eru aðeins gerðir til að veita áhorfandanum nauðsynlegar upplýsingar um myndina á meðan að aðrir upphafstitlar eru eitthvað miklu meira. Kvikmyndir leggja skiljanlega mismikla áherslu á því að byrjun myndarinnar, þegar leikarar, leikstjóri og aðrir aðilar kvikmyndarinnar eru kynntir til leiks, sé sett fram á fagurfræðilegan hátt. Það er þó óhætt að fullyrða að fyrir flesta kvikmyndaáhugamenn er fátt fallegra en virkilega góðir upphafstitlar á góðri kvikmynd.
Grafíski hönnuðurinn og listamaðurinn Ian Albinson ( hefur klippt saman fallegustu (að hans mati) upphafstitla kvikmynda undanfarin 95 ár í örstutt myndband. Myndbandið hefst á upphafstitlum Intolerance: Love’s Struggle throughout the Ages frá 1916 og endar á upphafstitlum Enter The Void frá 2009. Þetta er skylduáhorf fyrir kvikmyndaáhugafólk, og ekki skemmir fyrir að hafa kveikt á hátölurunum á meðan. Myndbandið má sjá hér fyrir neðan.