Hin árlega Franska kvikmyndahátíð er nú í fullum gangi í Háskólabíói, og opnunarmynd hennar að þessu sinni var hin margverðlaunaða The Artist. Undirritaður fór að sjá hana fyrir stuttu og féll líkt og svo margir fyrir þöglum töfrunum. Eg rakst svo á tvö skemmtileg myndbönd sem sýna að myndin er sannarlega ekki eins gömul og hún lítur út fyrir að vera, og að aðalleikararnir og leikstjórinn eru öll frönsk. Báðar staðreyndirnar eru hlutir sem maður gæti auðveldlega gleymt við áhorfið, myndin lítur út fyrir að vera frá Hollywood þriðja áratugarins.
Hér er klippa sem sýnir viðtöl við helstu aðstandendur myndarinnar og mikið af skotum frá gerð myndarinnar:
Hér er svo „blooper-reel“ – skotin sem misheppnuðust í myndinni. Nokkur skondin þar á ferð.
Að lokum hvet ég kvikmyndaáhugamenn til að missa ekki af The Artist. Þó að líkt og Tómas benti á sé sagan ekki alveg sú frumlegasta, er framkvæmdin að mínu mati það góð að það skiptir ekki máli. Þó varla sé liðinn einn af mánuðum ársins held ég að ég fullyrði að þetta sé örugglega ein af skemmtilegri bíóupplifunum sem á boðstólum verður á næstunni.