Vefsíðan COLOURlovers.com tók saman tíu tekjuhæstu kvikmyndir síðasta árs og fór yfir helstu hönnunareiginleika þeirra: litasamsetning, bakgrunnar, staðsetning persónanna, og hvort um heitan eða kaldan lit sé að ræða.
Semsagt það er farið yfir sálfræðina á bakvið markaðsetninguna og hvað grípur athygli bíógestanna. Alltaf gaman af svona óvæntum staðreyndum og innskotum varðandi hvernig stórlaxar Hollywood hugsa:
Samkvæmt þessu korti voru myrk plaköt með kaldri litasamsetningu þau söluhæstu á síðasta ári. Hvað var uppáhalds plakatið ykkar frá síðasta ári og hvernig lýst notendum á svona útreiknaða plakatshönnun?