Mel Gibson mun að öllum líkindum taka að sér að leika aðalhlutverkið í nýrri kvikmynd leikstjórans Barry Levinson sem ber vinnuheitið The Captain And The Shark. Mun myndin fjalla um hvernig skipið USS Indianapolis, sem var skotið niður af japönskum tundurspilli í síðari heimsstyrjöldinni, tapaði allri áhöfn sinni. Bæði drukknuðu mennirnir í sjónum vegna þess að það tók sjóherinn fimm daga að senda hjálp og einnig voru meðlimir áhafnarinnar étnir af hákörlum í kyrrahafinu. Eftir slysið vantaði bandaríska sjóherinn einhvern til þess að kenna um og varð skipstjóri skipsins, Charles McVey, fyrir valinu. Nafn hans var hreinsað nú fyrir stuttu, en ekki fyrr en hann hafði framið sjálfsmorð, sjötugur að aldri.

