Massafjör á fitness-forsýningu

Í gær var FitnessSport með fyrstu forsýningu landsins á The Expendables 2 og hér getið þið séð ljósmyndir ásamt nokkrum kvótum þar sem menn eru ekkert smeykir við það að nota stóru orðin. Sýningin var með ansi skemmtilegu sniði þar sem meirihluti gesta þurfti að taka 100 kíló í bekkbressu fyrir einn bíómiða en tvöfalda þyngd fyrir annan. Svipuð sýning var haldin á fyrri myndinni fyrir tveimur árum síðan.

Undirritaður fylgdist örstutt með viðbrögðum í salnum og var ánægjan komin í bullandi hámark á fyrstu atriðum myndarinnar, sem mætti lýsa í hnotskurn sem öll fyrri myndin á tíu mínútum.

„Hér var að berast tilkynning. Ákveðið hefur verið að hætta alfarið framleiðslu kvikmynda. Ástæðan er einföld – Sly er búinn að gera bestu mynd allra tíma. ÞVÍLÍK VEISLA !!!
There can never be too many killings and explosions.“
Henry Birgir Gunnarsson, forseti Sly Stallone klúbbsins og blaðamaður á Fréttablaðinu.

„Takk Sly, Arnie, Chuck,Bruce, Jean Claude og allir hinir strákarnir. Þið bjugguð til bestu skemmtun sögunnar. ***** The Expendables!“
Hjörvar Hafliðason, varaforseti Sly klúbbsins og fótboltanörd.

„Þrollaheft! Sjö sinnum betri en fyrri myndin!!“
Benedikt Bóas, blaðamaður.

Við minnum síðan á okkar eigin forsýningu, sem vonandi kveður sumarið á karlmannalegan og skemmtilegan máta. Nóg er til eftir af miðum. Hægt er að kaupa á netinu hér, eða í miðasölu Laugarásbíós í kvöld eftir kl. 21:00. Þeir sem vilja láta frátaka miða senda tölvupóst á tommi@kvikmyndir.is.

Leikjatalskóngurinn Arnar Steinn Pálsson tók myndirnar.