Romanek hættir við Wolfman

Leikstjórinn Mark Romanek hefur hætt við að leikstýra endurgerð myndarinnar The Wolfman sem átti að vera frumsýnd árið 2009. Myndin er framleidd af Universal Pictures. Hann segir ástæðuna vera listræn álitamál.

Myndin átti að vera ein helsta stórmynd ársins 2009 með leikurum eins og Benicio Del ToroAnthony Hopkins og Emily Blunt í aðalhlutverkum.

Universal segir að Romanek hafi þrátt fyrir þetta skilið við hlutina eins og þeir vildu koma að þeim og því ætla þeir að leita að nýjum leikstjóra sem getur valdið verkinu sem fyrst. Óvíst er hvort tökudagurinn 18.febrúar standist.